Klæðningar

Þeir sem vilja byggja sólpall, gufubað eða leggja fallegt gólfefni á heimili eða vinnustað þurfa að hugsa um endingu og gæði. Glerborg býður nú upp á fallegt pallaefni frá Eistneska fyrirtækinu Thermory, sem hefur verið meðhöndlað við háan hita til að ná fram ákjósanlegum eiginleikum í viðnum.

Þeir sem vilja byggja sólpall, gufubað eða leggja fallegt gólfefni á heimili eða vinnustað þurfa að hugsa um endingu og gæði. Glerborg býður nú upp á fallegt pallaefni frá Eistneska fyrirtækinu Thermory, sem hefur verið meðhöndlað við háan hita til að ná fram ákjósanlegum eiginleikum í viðnum.

Með aðferðum Thermory verður til endingargott og fallegt efni af öðrum gæðaflokki en landsmenn eru vanir. Bera má gæðin saman við fínasta harðvið. Viðurinn hentar sérstaklega vel við íslenskar aðstæður, þar sem vatn og vindar leika um.  Með hitameðferðinni er tryggt að timbrið breytist ekki, það heldur formi sínu fullkomlega eftir uppsetningu. Timbrið er hert með hita í sérstökum ofni, engin efni eru notuð til að meðhöndla viðinn. Uppsetningin er leikur einn, efnið læsist saman og því þarf hvergi að sjást skrúfa eða nagli á pallinum, á stofugólfinu eða hvar sem timbrið frá Thermory er notað.

Thermory leggur áherslu á umhverfisvernd og getur pallaefni frá fyrirtækinu komið í stað harðviðar á gólf og palla. Notað er timbur sem meðhöndlað er í tölvustýrðum ofni og þar með dregið úr eftirspurn eftir sjaldgæfum harðviði. Hafðu samband við okkur hjá Glerborg og fáðu tilboð.