Timburgluggar

Megna býður uppá vandaða timburglugga sem henta í allar gerðir húsnæðis. Þá er bæði hægt að fá málaða að utan verðu sem og álklædda með duftlakkaðri, loftræstri álkápu. Algengast er að framleiða þá úr samlímdum furukjarnvið en einnig er hægt velja um mahogny og eik. Gluggarnir eru fúavarðir, grunnmálaðir og að lokum málaðir með akrýlþekjandi efni. standard litur er hvítur, RAL 9010, en allir litir RAL litakortsins eru þó í boði.

Opnanleg fög koma með stangarlæsingum, sleðalömum og barnalæsingum. Megna mælir með að smyrja núningsfleti opnunarbúnaðs regluglega, eða 1 -2 sinnum á ári.

Gluggarnir koma fullglerjaðir, málaðir og tilbúnir til ísetningar.
Hægt er að fá adjufix karmfestingar ísettar í verksmiðju. Gluggar eru CE vottaðir og búnir að standast slagregnsprófun Mannvirkjastofnunar Íslands.

Gluggar Megna er frábær valkostur hvort sem um er að ræða nýbyggingu eða endurnýjun í eldra húsi.

Samstarfsaðilar

HCTC timburgluggar og hurðir

Áreiðanlegur samstarfsaðili

Arlanga timburgluggar og hurðir

Áreiðanlegur framleiðandi með áratuga reynslu

Vinnum saman að bestu Lausninni

Hafðu samband

Sérfræðingarnir aðstoða þig í að finna þá leið sem hentar þér, heyrðu í okkur og við finnum saman út úr þessu