PVC er viðhaldsfrí og ótrúlega endingargóð lausn fyrir glugga og hurðir og þar að auki mjög hagkvæm í flestum tilvikum. Hér fyrir neðan eru upplýsingar um nokkrar gerðir að PVC gluggum og hurðum. Kynntu þér hvað er í boði og ekki hika við að hafa samband við okkur hjá Glerborg til að afla frekari upplýsinga og fá tilboð.
Hvítir PVC gluggar úr 120mm prófíl með galvaniseruðum stálkjarna, lausafög eru með þéttingum, lömum með opnunaröryggi og læsingum (með næturopnun). Argon fyllt einangrunargler (K-gler) er í öllum rúðum sem gefur aukna einangrun gegn hitatapi. Gluggar eru byggðir upp til að líta út eins og hefðbundnir timburgluggar þar sem stærðir í prófíl eru nánast eins og lausafög inni í rammanum en ekki yfirfelld. Millipóstar eru með skrautfræsingu á köntum.
HvítirPVC gluggar úr 70mm prófíl með galvaniseruðum stálkjarna, lausafög eru með tvöföldum þéttingum, lömum með opnunaröryggi og læsingum (með næturopnun).Argon fyllt einangrunargler (K-gler) er í öllum rúðum sem gefur aukna einangrun gegn hitatapi.
Hvítir PVC gluggar úr 70mm prófíl með galvaniseruðum stálkjarna, lausafög eru með tvöföldum þéttingum og tvívirkri opnun, opnast inn að ofan og svo inn til hliðar, lömum með opnunaröryggi og læsingum. Argon fyllt einangrunargler (K-gler) er í öllum rúðum sem gefur aukna einangrun gegn hitatapi.
Hvítir PVC gluggar úr 70mm prófíl með galvaniseruðum stálkjarna, lausafög eru með tvöföldum þéttingum, lömum með opnunaröryggi og læsingum (með næturopnun). Argon fyllt einangrunargler (K-gler) er í öllum rúðum sem gefur aukna einangrun gegn hitatapi. Útihurðir eru með samskonar gleri og gluggar, tvöföldum þéttingum (í karmi og í hurð), álþröskuldi, 5 punkta læsingu, hurðahúnum og einangruðum 24mm PVC panel þar sem við á. Póstar í karmi eru sumum útfærslum með fláa að innan.(Athugið að teikningar sýna glugga innan frá.