Gluggar og hurðir

Gluggar gegna veigamiklu hlutverki. Þeir hleypa birtu inn í hús en veita jafnframt vörn fyrir veðri og umhverfishljóðum og halda hitanum innandyra.

Margir leita því eftir vönduðum gluggum sem veita góða vörn fyrir veðri og vindum, eru hlýir og þurfa lítið viðhald. Gluggarnir okkar hjá Megna eru fáanlegir úr timbri, álklæddu timbri,  áli og plasti. Þeir hafa farið í gegnum slagveðursprófanir hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og eru hannaðir fyrir mikinn kulda og hífandi rok.

Timburgluggana er bæði hægt að fá sem full glerjaða og tilbúna til ísetningar á byggingarstað eða sem óglerjaða gluggaramma til ísetningar í steypumót. Gluggarnir frá HCTC sameina hlýju viðarins, vörn gegn veðri og lítið viðhald. Einangrunargildi glugganna er mjög gott (U-gildi 1,3-1,4 W/m2 °K) og nýtast vel þar sem miklar kröfur eru gerðar til prófaðra og vottaðra glugga.

NORD-álklæddu timburgluggarnir frá HCTC eru með þreföldu gleri, A‘Lux-trégluggarnir eru klæddir að utan með áli en D‘Lux trégluggar eru með vatnsbretti úr áli.