Sæll Óskar og takk fyrir síðast, en ég má til að senda þér og félögum þínum smá heitar kveðjur því nú er aldeilis munur að geta horft út um gluggana hérna án þess að sjá bara þoku og heyra vind nauðið í óþéttum gluggum.
Nú hafa menn frá ykkur klárað að setja gluggana í með mikilli prýði og verð ég að segja að það var gert svo fagmannlega að nágrannar okkar póstuðu á fésbókina að þessir menn frá Megna væru sko professional menn, þvílík voru þeirra vönduðu vinnubrögð.
Sjálfur segi ég um þá, að þeir eru til frábærar fyrirmyndar hvað allan frágang og vinnubrögð í alla staði, þeir voru alltaf mættir klukkan 8 og fóru aldrei heim fyrr en á milli 5 og 7, þeir þrifu alltaf eftir sig og gengu alveg sérlega vel um allt saman bæði úti og inni.
Það þarf sko engan verkstjóra yfir þessum mönnum, þeir eru frábærir verkmenn sem skila sínu 150%. Ég vil einnig þakka þér Óskar fyrir þitt jákvæða og góða viðmót og jákvæðni sem hæfir góðum sölumanni eins og þér, en þeir eru heldur ekki auðfundnir.
Ég var því miður ekki heima þegar þeir voru búnir hér síðasta laugardag svo ég náði því miður ekki að kveðja þá svo ég vil biðja þig að skila til þeirra þakklæti og góðri kveðju til þessara Öðlinga frá okkur hjónunum.